Select Page

Í ALVÖRU

Í ALVÖRU er verkefni okkar í Krónunni sem snýst um að minnka notkun á plastburðarpokum í verslunum Krónunnar. Þannig stígum við saman skref í átt að umhverfisvænni verslun og betra samfélagi.

Með verkefninu Í ALVÖRU viljum við minna á hversu mikil áhrif plastburðarpokar hafa á umhverfið. Meðalnotkunartími eins plastburðarpoka er um 25 mínútur á meðan þeir eru mörg ár að brotna niður í náttúrunni. Er pokinn þess virði? Við getum öll gert betur, saman.

 

Notum fjölnotapoka

Fjölnotapokar

Þótt að 80% af plastinu í burðarpokum Krónunnar sé endurunnið, viljum við gera meira til að draga úr plastnotkun. Við getum öll byrjað einhvers staðar.

Fjölnotapokar eru gott fyrsta skref, þeir eru á góðu verði og munu margborga sig þegar litið er til náttúrunnar og buddunnar.

Góð ráð

Krónan fékk nokkra vel valda einstaklinga til að segja frá því hvernig þau tóku sín fyrstu skref í að draga úr notkun á plasti. Þau segja okkur frá því hvað þau eru að gera í dag og gefa góð ráð sem allir geta nýtt sér.

Hvað er plast?

Plast  

Plast er gerviefni sem er að mestu leyti búið til úr olíu. Plast kemur fyrir í lífi okkar allra á hverjum degi. Það er þó óþarfi í allt of mörgum tilfellum. Endingartími plasts er mjög langur og það er slitsterkt.

Hins vegar hverfur það hvorki né eyðist auðveldlega, heldur brotnar það í smærri hluta í náttúrunni.

Plast er búið til úr verðmætum efnum

Tveir lítrar af olíu fara í framleiðslu á einu kílói af plasti.

Allt of mikið magn af þeirri náttúrulegu og verðmætu auðlind sem olían er fer í að búa til plast, sem við síðan hendum beint í ruslið, oft eftir aðeins eina notkun.

Á ÍSLANDI ERU EKKI TIL MAGNTÖLUR YFIR EINNOTA PLAST EN PLASTÚRGANGUR EINNOTA PLAST OG ALLAR PLASTUMBÚÐIR, ERU UM 5000 TONN Á ÁRI
Plastsóun
Plasthafið

Áhrif plasts á hafið

Plast sem er hvorki endurunnið né fargað á réttan máta dagar uppi í náttúrunni og hefur spillandi áhrif á hana. Plast er létt efni sem flýtur vel og getur borist um hundruði kílómetra.

Gríðarstórir flákar af plasti hafa þegar myndast í Kyrrahafi, Atlantshafi og Indlandshafi vegna hafstrauma. Plast festist í hringstraumum hafsins og veldur varanlegum skaða á lífríki þess.

Ef ekkert breytist

Hvað getur

þú gert?

Flokka plast fyrir endurvinnslu

  • Flokkum rusl til endurvinnslu
  • Notum sérílát eða fjölnotapoka undir plast og pappa samhliða heimilissorpi
  • Pöntum tunnur fyrir plast- og pappaúrgang

Fjölnotapokar

  • Notum fjölnotapoka í stað plastburðarpoka og spörum þannig pening og minnkum notkun á plasti
  • Geymum fjölnotapoka og höfum þá til taks í töskunni, í vinnunni, undir barnavagninum eða í bílnum

Nytsamlegir punktar

  • Sleppum glæru pokunum undir grænmeti og ávexti
  • Veljum margnota ílát eins og glös, glerflöskur og glerkrukkur
  • Notum fjölnota bolla að heiman á kaffihúsum
  • Veljum frekar nestisbox en nestispoka
  • Notum margnota ílát undir matarafganga
  • Afþökkum plasthnífapör
  • Fáum alla fjölskylduna með í átakið og fræðum um mikilvægi þess
  • Deilum þessum ráðum
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter
Share on Google+
Google+

Deildu síðunni með vinum og vandamönnum