Select Page

Í ALVÖRU

Í ALVÖRU er verkefni okkar í Krónunni sem snýst um að minnka notkun á plastburðarpokum í verslunum Krónunnar. Þannig stígum við saman skref í átt að umhverfisvænni verslun og betra samfélagi.

Með verkefninu Í ALVÖRU viljum við minna á hversu mikil áhrif plastburðarpokar hafa á umhverfið. Meðalnotkunartími eins plastburðarpoka er að meðaltali um 25 mínútur á meðan þeir eru mörg ár að brotna niður í náttúrunni. Er pokinn þess virði? Við getum öll gert betur, saman.

 

Notum fjölnotapoka

Fjölnotapokar

Þó plastburðarpokar okkar séu um 80% endurvinnanlegir viljum við gera enn betur  til að vinna gegn plastnotkun. Fjölnotapokar verða því til sölu í öllum verslunum Krónunnar.

Við getum öll byrjað einhvers staðar. Fjölnotapokarnir eru á góðu verði og munu margborga sig þegar litið er til náttúrunnar og buddunnar.

Hvað er plast?

PlastPlast  

Plast er í lífi okkar allra á hverjum degi. Það er þó óþarfi í allt of mörgum tilfellum. Endingartími plasts er mjög langur og það er slitsterkt.

Hins vegar hverfur það hvorki né eyðist auðveldlega, heldur brotnar það í smærri hluta í náttúrunni.

Plast er búið til úr verðmætum efnum

Tveir lítrar af olíu fara í framleiðslu á einu kílói af plasti.

Allt of mikið magn af þeirri náttúrulegu og verðmætu auðlind sem olían er fer í að búa til plast, sem við síðan hendum beint í ruslið, oft eftir aðeins eina notkun.

Á ÍSLANDI ERU EKKI TIL MAGNTÖLUR YFIR EINNOTA PLAST EN PLASTÚRGANGUR EINNOTA PLAST OG ALLAR PLASTUMBÚÐIR, ERU UM 5000 TONN Á ÁRI
Plastsóun
Plasthafið

Áhrif plasts á hafið

Plast sem er hvorki endurunnið né fargað á réttan máta dagar uppi í náttúrunni og hefur spillandi áhrif á hana. Plast er létt efni sem flýtur vel og getur borist um hundruði kílómetra.

Gríðarstórir flákar af plasti hafa þegar myndast í Kyrrahafi, Atlantshafi og Indlandshafi vegna hafstrauma.
Plast festist í hringstraumum hafsins og veldur varanlegum skaða á lífríki þess.

Ef ekkert breytist

Hvað getur

þú gert?

Flokka plast fyrir endurvinnslu

  • Flokkum rusl til endurvinnslu
  • Notum sérílát eða fjölnotapoka undir plast og pappa samhliða heimilissorpi
  • Pöntum tunnur fyrir plast- og pappaúrgang

Fjölnotapokar

  • Notum fjölnotapoka í stað plastburðarpoka og spörum þannig pening og minnkum notkun á plasti
  • Geymum fjölnotapoka og höfum þá til taks í töskunni, í vinnunni, undir barnavagninum eða í bílnum

Nytsamlegir punktar

  • Sleppum glæru pokunum undir grænmeti og ávexti
  • Veljum margnota ílát eins og glös, glerflöskur og glerkrukkur
  • Notum fjölnota bolla að heiman á kaffihúsum
  • Veljum frekar nestisbox en nestispoka
  • Notum margnota ílát undir matarafganga
  • Afþökkum plasthnífapör
  • Fáum alla fjölskylduna með í átakið og fræðum um mikilvægi þess
  • Deilum þessum ráðum
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter
Share on Google+
Google+

Deildu síðunni með vinum og vandamönnum